Nú nýlega setti M&T ehf. upp nýja veðurstöð fyrir Samskip á Vogabakka.

Veðurstöðin mælir vindátt og vindstefnu og mun nýtast vel þegar verið er að taka stór skip upp að kantinum.

Veðurstöðin var sett inn í veðurupplýsingakerfi M&T og er hægt að skoða upplýsingar úr henni með því að smella hér.

Nú var loksins færi á að fara í Kverkfjöll og kíkja á veðurstöðina þar.

Skipt var um nema sem höfðu skemmst í Ísingu í vetur og stöðin yfirfarin.

Einnig var vefmyndavélin sett í gang aftur þar sem sól er komin hátt á loft og næg orka ætti að vera til.

Útsýnið úr vélinni getur verið ansi fallegt.

m130528232922276

Eins og sést á þessari mynd er veruleg ísing á veðurstöðinni og vefmyndavél í Kverkfjöllum og er það skýringin á óeðlilegum mælingum, einnig höfum við hætt að birta myndir frá myndavélinni í bili.

2012-09-20mtg386

M & T ehf. hefur nú sett upp myndavélar og veðurstöð í Kverkfjöllum í samvinnu við Jarðvísindastofnun og Almannavarnir Ríkissins. Myndavélunum er annarsvegar beint að lóninu í Hveradal og hins vegar til norðurs í átt að Herðubreið. Tilgangurinn er að fylgjast með lóninu og ná myndum af því þegar það tæmist.

Hér er linkur á veðurstöðina.

Hér er linkur á myndavélarnar.

Nú erum við búnir að uppfæra veðurstöðina á Húsavík og var hún sett inn í veðurupplýsingarkerfi M&T ehf.

Einnig var sett upp tenging við mælingar frá öldudufli Siglingastofnunar í Grímseyjarsundi þannig að þær sjáist á sama stað og upplýsingar úr veðurstöðinni.

Og nú geta allir fylgst með veðrinu á Húsavík með því að smella hér!

Þú ert hér: Heim Uncategorised