Nýverið var veðurstöðin við hina nýju Landeyjahöfn sett í veðurupplýsingarkerfi M&T ehf.

Einnig var sett upp tenging við mælingar frá ölduduflinu sem er þar fyrir utan þannig að þær sjáist á sama stað og upplýsingar úr veðurstöðinni.

Og nú geta allir fylgst með veðrinu í Landeyjahöfn með því að smella hér!

M&T ehf. hefur gert samstarfs og þjónustusamning við Örugga afritun ehf.

Nú getur M&T ehf. boðið fullkomnar afritunarlausnir fyrir lítil sem stór fyrirtæki.

Afrit gagna er mikilvægur partur af rekstri fyrirtækja. Boðið er upp á áreiðanlegar, sveigjanlegar og öruggar lausnir sem mæta allra þörfum, stórum sem smáum.

Markmiðið er að bjóða íslenskum fyrirtækjum upp á að geyma gögn og afrita þau í öruggasta umhverfi sem völ er á, á verði sem hefur ekki þekkst á Íslandi.

Skoða má heimsíðu Öruggrar afritunar með því að smella hér!

Nýverið var veðurstöðin í Grindavík sett í hið nýja veðurupplýsingarkerfi M&T ehf.
Einnig þróuðum við viðbót við kerfið þannig að mælingar frá ölduduflinu
sem er fyrir utan Grindavík sjást á sama stað og upplýsingar úr veðurstöðinni.

Og nú geta allir fylgst með veðrinu í Grindavík með því að smella hér!

Nýverið var veðurstöðin í Hvanney á Höfn í Hornafirði sett í hið nýja veðurupplýsingarkerfi M&T ehf.

Nú geta allir fylgst með veðrinu á Höfn með því að smella hér!

Nú er nýlokið vel heppnaðri ferð um Austfirði þar sem farið var yfir allar veðurstöðvar og bílateljara Vegagerðarinnar.

Skipt var út skynjurum og aðrir kvarðaðir, einnig var farið yfir tengingar kapla og strekkt á stögum.

Þú ert hér: Heim Uncategorised