Nú hefur verið tekið í notkun nýtt veðurupplýsingakerfi sem leysir af hólmi gamla Varðar forritið.

Kerfið hefur verið þróað í samvinnu við Faxaflóahafnir og eru sex veðurstöðvar þeirra komnar inn í kerfið.

Er það þannig byggt upp að allar veðurstöðvarnar eru tengdar með ADSL eða sambærilegri sítengdri nettengingu.

Það gerir það mögulegt að nálgast gögnin um leið og mælt er þannig að gögnin skila sér á 10 mínútna fresti.

Vefþjónar í eigu M&T ehf. tengjast veðurstöðvunum og safna gögnunum í gangnagrunn og birta þau svo á heimasíðu sem aðgengileg er á hvaða nettengdri tölvu sem er.  Þetta gerir gamla Varðar forritið þar með úrelt og opnar fyrir mikla möguleika við að nálgast upplýsingarnar.

Vefþjónarnir eru á tveimur stöðum til að tryggja öryggi gagnanna.

Nú býðst öðrum höfnum á landinu að uppfæra sín kerfi í nýja kerfið, fyrir meiri upplýsingar sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Smellið hér! til að sjá veðurstöðvar Faxaflóahafna. 

Þú ert hér: Heim Uncategorised Nýtt veðurupplýsingakerfi